Sem ein af stærstu stofum landsins er sérhæfir sig á sviði fyrirtækja- og viðskiptaréttar veitum við viðskiptavinum stofunnar alhliða ráðgjöf um alla þætti rekstrar og viðskipta. Viðskiptavinir okkar starfa á ýmsum sviðum og veitum við þeim ráðgjöf í tengslum við rekstur þeirra og viðskipti, meðal annars við samningsgerð og -samningaviðræður, bæði í minni og stærri viðskiptum.
Við veitum sérfræðiráðgjöf í tengslum við milliríkjaviðskipti, en á skrifstofu okkar í Reykjavík starfa saman bæði íslenskir og enskir lögmenn. Á sviði milliríkjaviðskipta eru viðskiptavinir okkar bæði innlendir aðilar sem stunda viðskipti erlendis og erlendir aðilar sem leita til Íslands að viðskiptatækifærum. Við erum einnig sérfræðingar á sviði alþjóðlegrar fjármögnunar og ríkisaðstoðar.
Hjá Juris búum við einnig yfir sérfræðiþekkingu um stjórnarhætti fyrirtækja og á sviði skattaréttar, samkeppnisréttar, persónuverndar, o.fl., sem gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar ráðgjöf um allt það sem þeir þurfa til að takast á við það laga- og regluumhverfi sem þeir starfa við og eru oft í stöðugri þróun. Sjá nánar samkeppnisréttur og reglufylgni.
Sérfræðingar okkar á sviði fyrirtækja- og viðskiptaréttar eru jafnframt sérfræðingar á sviði banka- og fjármálamarkaða. Sú sérfræðiþekking gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum heildstæða ráðgjöf með tilliti til fjármögnunarþarfar, hvort sem er vegna tiltekinna verkefna, áhættuviðskipta eða langtímafjármögnunar. Sjá nánar banka- og fjármálamarkaðir.
Farsælt samstarf með langtímaviðskiptavinum hefur gefið okkur ítarlega þekkingu á hinum ýmsu atvinnugreinum. Meðal atvinnugreina sem við höfum sérþekkingu á eru fiskveiðar, orkustarfsemi, ferðaþjónusta, lyf og líftækni, fjölmiðlar og fjarskipti.
Eigandi
Eigandi
Eigandi
Eigandi
Eigandi
Fulltrúi
Verkefnastjóri
Fulltrúi
Laganemi
Sérfræðingur
Eigandi
Fulltrúi
Eigandi
Fulltrúi
Eigandi
Eigandi
Eigandi