Vífill er lögmaður með réttindi bæði á Íslandi (leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti) og á Englandi og Wales (solicitor). Hann lauk LL.M. námi í löggjöf á alþjóðlegum fjármálamörkuðum við King‘s College London árið 2010 og MBA gráðu frá Cass Business School 2019. Vífill hefur starfað sem lögmaður frá árinu 2003 aðallega á sviði fjármálalöggjafar og félagaréttar, auk þess sem hann hefur sinnt ýmiskonar ráðgjöf við, og tekið þátt í uppbyggingu sprotafyrirtækja.