IS EN

Um Juris

Upphaf Juris má rekja aftur til 1953, en stofan varð til í núverandi mynd við samruna rekstrar nokkurra leiðandi lögmanna á árunum 2006 til 2011. Í dag er Juris meðal stærstu og virtustu lögmannsstofa á Íslandi.

Hjá Juris er lögð áhersla á lögfræði á sviði viðskipta og fjármála. Stofan kappkostar að veita viðskiptavinum sínum hagnýta ráðgjöf um allt sem snýr að rekstri þeirra og starfsemi. Meðal viðskiptavina stofunnar eru fjárfestar, fjármálafyrirtæki og fyrirtæki úr öllum geirum atvinnulífsins, innlend sem erlend, sem og ríki og sveitarfélög. Við leitumst við að þekkja vel starfsemi viðskiptavina okkar og þau svið sem þeir starfa á. Meðal þeirrar starfsemi sem við höfum mikla reynslu af eru fiskvinnsla og útgerð; orkuvinnsla, -sala og -dreifing; veitingastarfsemi og ferðamannaþjónusta; fasteignarekstur, -þróun og -sala; lyfjaþróun og líftækni; og fjölmiðlun og fjarskipti.

Hjá Juris starfa bæði lögmenn með íslensk lögmannsréttindi og lögmenn með lögmannsréttindi í Englandi. Þannig getur Juris boðið viðskiptavinum sínum sem hafa snertifleti við þessi tvö ólíku réttarkerfi skilvirka og hagkvæma þjónustu.

Lögmenn Juris hafa bæði víðtæka reynslu af kennslu við háskóla landsins og af störfum hjá fyrirtækjum og stofnunum og hafa þannig innsýn í starfsemi og stefnmótun viðskiptavina stofunnar.

Í samstarfi við Lex lögmannsstofu rekum við innheimtufyrirtækið Gjaldskil.

Juris og lögmenn Juris hafa í áraraðir hlotið viðurkenningar frá alþjóðlegum fyrirtækjum sem meta þjónustu lögmannsstofa.