Við búum yfir reynslu af því að veita ráðgjöf á sviði eignaréttar og í tengslum við hvers konar fasteignaviðskipti, allt frá kaupum, sölu og útleigu fasteigna, til ráðgjafar varðandi réttindi yfir óefnislegum eignum og náttúruauðlindum.
Sérfræðingar okkar hafa umtalsverða reynslu af hvers konar viðskiptum á sviði eignaréttar, meðal annars viðskiptum með atvinnu- og íbúðarhúsnæði; iðnaðar- og landbúnaðarþróun og -uppbyggingu; fiskveiðiréttindi, veiðiréttindi, o.fl.
Við veitum viðskiptavinum reglulega ráðgjöf á sviði skipulags- og byggingarmála. Sjá nánar verktakaréttur og ríki og sveitarfélög.
Sérfræðingar á sviði banka- og fjármálamarkaða aðstoða viðskiptavini reglulega varðandi fjármögnunarhluta fasteignaviðskipta. Sjá nánar banka- og fjármálamarkaðir.
Sérfræðingar stofunnar á sviði málflutnings og úrlausnar ágreiningsmála aðstoða viðskiptavini og koma fram fyrir þeirra hönd í ágreiningsmálum á sviði eignaréttar, hvort sem er fyrir dómstólum, stjórnvöldum, gerðardómum eða EFTA-dómstólnum. Sjá nánar málflutningur og úrlausn ágreiningsmála.
Eigandi
Eigandi
Fulltrúi
Eigandi
Eigandi
Eigandi