IS EN

Finnur Magnússon

Finnur Magnússon Eigandi Lögmaður

Finnur er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hann lauk doktorsnámi við háskólann í Vín, Austurríki árið 2013. Finnur hefur starfað sem lögmaður frá árinu 2002, aðallega á sviði fjármálalöggjafar og félagaréttar, auk þess sem hann hefur veitt ráð til íslenskra og erlendra aðila í tengslum við innlend og alþjóðleg verkefni. Auk þess hefur hann unnið fyrir fjármálastofnanir og ráðuneyti vegna ráðgjafar á sviði EES-réttar  og alþjóðlegs fjárfestingaréttar. Þá hefur hann sinnt margvíslegum fræðastörfum á sviði lögfræðinnar, en hann kennir við lagadeild Háskóla Íslands og lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Starfssvið

Menntun

  • Hæstaréttarlögmaður 2016
  • Universität Wien, dr. juris 2013
  • Cambridge University, gestafræðimaður 2011
  • Katholieke Universiteit Leuven, gestafræðimaður 2011
  • Universität Wien, LL.M. í þjóðarétti 2008
  • Héraðsdómslögmaður 2002
  • Háskóli Íslands, cand. jur. 2000
  • Aarhus universitet, Nordplus styrkþegi 2000

Starfsferill

  • Juris frá 2012
  • Juris, sérverkefni 2008-2010
  • Legalis lögmannsstofa 2001-2007
  • Á lista yfir gerðardómara hjá ICSID-stofnuninni / Alþjóðabankanum í Washington frá 2015
  • Þátttakandi í rannsóknarverkefni Oxford University Press; þjóðaréttur fyrir íslenskum dómstólum frá 2009

Kennsla

  • Aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands frá 2013

Nefndar- og stjórnarstörf

  • Í stjórn Codex bókaútgáfu 2003-2007
  • Í ritnefnd Úlfljóts, tímarits laganema, 1997-1998