IS EN

Stefán A. Svensson

Stefán A. Svensson Eigandi Lögmaður

Stefán er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hann lauk LL.M. námi í viðskiptarétti við Cambridge University árið 2008. Stefán hefur starfað sem lögmaður frá árinu 2005 og er aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík, en þar kennir hann meðal annars réttarfar og kröfurétt. Þá hefur hann gegnt trúnaðarstörfum fyrir Lögmannafélag Íslands og er í dag varaformaður Lögmannafélags Íslands.

Stefán hefur flutt fjölda mála meðal annars á sviði viðskiptaréttar, þ.m.t. fordæmisgefandi mál, fyrir íslenskum dómstólum og hefur einnig flutt mál fyrir EFTA-dómstólnum ásamt því að hafa verið kvaddur sem sérfræðivitni um íslenskan rétt í þrígang fyrir enskum dómstólum og einu sinni fyrir alþjóðlegum gerðardómi.

Í umsögnum alþjóðlegra matsfyrirtækja, þ. á m. Chambers og Legal 500, hefur Stefáns ítrekað verið getið á lista yfir þá lögmenn sem sérstaklega er mælt með.

Starfssvið

Menntun

  • Hæstaréttarlögmaður 2010
  • Cambridge University, LL.M. í viðskiptarétti 2008
  • Héraðsdómslögmaður 2005
  • Háskóli Íslands, cand. jur. 2004
  • Københavns Universitet, Nordplus styrkþegi 2003

Starfsferill

  • Juris frá 2008
  • Lögfræðiskrifstofan Suðurlandsbraut 6 2004-2008

Kennsla

  • Aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá 2015
  • Stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2005-2015

Nefndar- og stjórnarstörf

  • Í stjórn Lögmannafélags Íslands frá 2018, þar af varaformaður frá 2019
  • Í laganefnd Lögmannafélags Íslands, þar af formaður 2015-2018
  • Ritstjóri Úlfljóts, tímarits laganema, 2002-2003
  • Í stjórn Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, 2002-2003